Morgunvakt Dómsdags hefur tekið formlega til starfa. Fréttir á heila tímanum.

August 3, 2020

#97 Fryst á röngunni

Stundum er of kalt til að vera úti. Þá er eins gott að fara bara inn. Og já, við erum auðvitað að tala um typpi.

July 27, 2020

#96 Töfrafatan

Einu sinni var fata. Þetta var engin venjuleg fata. Nei, aldeilis ekki. Þetta var töfrafata. Hlustið á Töfrafötuna alla mánudaga í sumar og tryggið ykkur miða á sviðsetningu Borgarleikhússins í haust. Töfrafatan er góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

July 20, 2020

#95 Óvissuferð

Við gleymdum okkur aðeins. Vitum því ekkert hvað við erum að setja í loftið. En það er allavega Dómsdagur.

July 13, 2020

#94 Sumardagurinn nyrsti

Er bongó? Nei, en það er Dómsdagur, sem er vonandi ágætis sárabót. Þátturinn inniheldur fjögur glæný og brakandi málefni sem kjamsað er vel á. Stjörnur getur þú gefið hér.

July 6, 2020

#93 Hey steeeelpur

Þáttur dagsins skoðar ýmsar skuggahliðar þess að vera manneskja, og þá sér í lagi allar þær ranghugmyndir, hörmungar og þá botnlausu hræðslu sem heltekur fólk þegar það verður miðaldra. Góða skemmtun og drullist úr garðinum mínum.

Við erum hérna á einhverri jóðl-ráðstefnu í Sviss og það voru einhverjar píur að segjast elska Dómsdag, haha. Héldum að það væri enginn að hlusta. Takk, I guess, haha. #vandró

June 22, 2020

#91 Bank, bank

Í þætti vikunnar tæklum við mikið hitamál, sem hefur eyðilagt ástarsambönd og sundrað fjölskyldum. Svo eru venjuleg málefni líka. Troddu þessu í eyrun á þér, prontó!

Skrensandi skemmtilegur þáttur þessa vikuna þar sem þau Baldur, Birna og Haukur fara hörðum höndum um helstu mál samtímans.

June 8, 2020

#89 #&*&!!%##!!

Troðið bómullarhnoðrum í öll eyru yngri en 18 ára, því þáttur vikunnar er fuðrandi hærusekkur af horngrýti. Komið ykkur vel fyrir, í ykkar þægilegustu bussum — og njótið.

June 1, 2020

#88 Vessavarpið

Þáttur vikunnar er tileinkaður öllum úrkynjuðustu hvötum mannskepnunnar og er barmafullur af alls konar líkamsvessum og reðurtáknum. Geymið þar sem börn ná ekki til.

May 24, 2020

#87 Nýtt upphaf

Undur og stórmerki! Dómsdagur er farinn aftur í loftið. Baldur, Haukur og splunkunýr meðlimur (!) dæma allt sem hugsast getur. Afsakið biðina.

March 1, 2020

#86 Losað úr sekknum

Blessaður sekkurinn var orðinn barmafullur og því eru öll málefnin úr sal að þessu sinni.

Baldur, Haukur og Eddinn koma víða við í þætti dagsins. Gefið ykkar stjörnur hér.

February 16, 2020

#84 Breytingaskeið

Sláandi fréttir. Breytingaskeið Dómsdags er byrjað. Baldur, Haukur og Eddinn halda samt dampi og dæma hluti sem aldrei fyrr. Gefðu þínar stjörnur hér.

February 9, 2020

#83 Birna Pétursdóttir

Leikkonan og lífskúnstnerinn Birna Pétursdóttir er gestur Dómsdags að þessu sinni, en hún settist í sætið hans Edda á meðan hann skellti sér til Ungverjalands í hárígræðslu. Frábær þáttur, fullyrðum við, þó við séum vissulega ekki hlutlausir. Hér má gefa stjörnur.

February 3, 2020

#82 Afsakið hlé

Eftir umdeildan klippuþátt snýr Dómsdagur aftur, beittari en nokkru sinni fyrr.

January 27, 2020

#81 Klippt og skorið

Í tilefni þorrans er þáttur dagsins vægast sagt óhefðbundinn og af súrara taginu. Við viljum þakka Gunnari Ben sérstaklega fyrir að ljá okkur rödd sína og undirleik á píanó. Búið ykkur undir fallegar minningar í bland við gall. Gefið ykkar stjörnur hér.

January 19, 2020

#80 Einvígið

Baldur, Eggert og Haukur dæma það sem sjaldan er dæmt.

January 13, 2020

#79 Lægðarauki

Ekki vera á ferli í illviðrinu. Skríddu frekar undir teppi og hlustaðu á Baldur, Eggert og Hauk dæma allt á milli himins og jarðar.

January 5, 2020

#78 Augnablikið

Fyrsti Dómsdagur ársins 2020 er runninn upp. Njótið Augnabliksins! Stjörnur hér.

December 29, 2019

#77 Allt í bál og brand

Andrúmsloftið hjá Baldri, Edda og Hauki hefur aldrei verið eins rafmagnað. Óstöðugleiki og andstæðar skoðanir eru kjörorð dagsins og fyrir vikið minnir þátturinn einna helst á að fá væna gusu af fljótandi nítróglusseríni í eyrun. Gefðu þínar stjörnur hér.

Gleðilegt nýtt ár! 

December 22, 2019

#76 Dómstóll skötunnar

Dómsdagur er kominn í hátíðarskap, þó innan marka þetta árið. Baldur, Eggert og Haukur hjálpa þér að skola niður skötunni með straumhörðu upplýsingaflæði í bland við englasöng. Gefið ykkar stjörnur hér!

Á sama tíma í fyrra voru Dómsdagsdrengirnir búnir með 17 jólaþætti og áttu nóg eftir. Blessunarlega lærðu þeir af reynslunni og því er þáttur vikunnar bara frekar venjulegur. 

December 8, 2019

#74 Albínóakúrbítur

Tvísokkar þú á veturna? Veist þú yfir höfuð hvað tvísokkun er? Ef ekki, þá munt þú komast að því í Dómsdegi vikunnar.

December 1, 2019

#73 Adómstöðin

Þið vitið hvaða dagur er. 

November 24, 2019

#72 Á tómum tanki

Gott ef það er ekki bara kominn Dómsdagur. Það er nú eitthvað. Stjörnur getið þið gefið hér.

Baldur, Eddi og Haukur ræða málefni úr öllum áttum, kveðja gamlan vin og málefni númer 300 lítur dagsins ljós. Þú getur gefið þínar stjörnur hér.

November 10, 2019

#70 Brögð í tafli

Dómsdagsfeitabollunum leiðist ekki að tala um mat, eins og þáttur vikunnar sýnir glöggt. Þú getur gefið þínar stjörnur hér.

Baldur, Eggert og Haukur dæma það sem sjaldan er dæmt.

Hún er að fara á ball.

October 21, 2019

#67 Bíó tríó

Baldur, Eggert og Haukur dæma allt á milli himins og jarðar.
October 13, 2019

#66 Haukur Bragason

Það er tístandi tískutröllið Haukur Bragason, AKA Séntilmennið, sem sest niður með okkur í dómhörku vikunnar. Stjörnur hér.

October 6, 2019

#65 Ljúga/kúga/bjúga

Það er erfitt að finna nöfn á þessa þætti. Það er t.d. mjög lítið talað um bjúga í þætti vikunnar. En svona er þetta.

September 30, 2019

#64 Bulls ígildi

Smá seinir. Afsakið það. 

September 22, 2019

#63 Meh-dagur

Þið vitið hvaða dagur er. 

September 16, 2019

#62 Snýtt’íðig

Baldur, Eggert og Haukur reiða hamarinn til höggs og dæma hluti sem sjaldan eru settir undir smásjána.

September 8, 2019

#61 Nammidagur

Baldur, Eggert og Haukur reiða hamarinn til höggs og dæma hluti sem sjaldan eru settir undir smásjána.

September 1, 2019

#60 Miðalda, hvítir karlar

Baldur, Eggert og Haukur dæma það sem sjaldan er dæmt.

August 25, 2019

#59 Hraðvarpið

Dómsdagsdrengirnir stíga bensínið í botn og spóla af stað í þátt númer 59. 

August 18, 2019

#58 Gúrkutíð

Baldur, Eggert og Haukur dæma allt á milli himins og jarðar. Stjörnur má gefa hér.

August 13, 2019

#57 Endurnærðir

Baldur, Eggert og Haukur reiða hamarinn til höggs og dæma hluti sem sjaldan eru dæmdir.

Ertu í fríi í dag? Þá hefurðu mögulega ekkert betra að gera en að hlusta á Dómsdag. Stjörnur hér.

July 29, 2019

#55 Eggert snýr aftur

Þátturinn er á heimspekilegum nótum að þessu sinni. Eggert er mættur aftur og reiðum hlustanda er svarað með skætingi.

July 21, 2019

#54 Hvar er Eddi?

Eggert púllaði gítarleikara Manic Street Preachers á þetta um helgina, en Baldur og Haukur létu það ekki stöðva sig. Stjörnur hér.

July 14, 2019

#53 Ár tvö

Að hugsa sér ... þessi vitleysa hefur verið látin viðgangast í heilt ár! Takk fyrir að hlusta. Þið losnið ekki við okkur strax.

July 7, 2019

#52 Salt og sumt

Baldur, Eggert og Haukur dæma allskonar.

June 30, 2019

#51 Aldnir eiga orðið

Þátturinn er vel þroskaður að þessu sinni. Og bévítans ungdómurinn ... minnstu ekki á hann ógrátandi!

June 24, 2019

#50 Hljóðvarpið

Þáttur vikunnar er af dýratýpunni. Gefið drengjunum gott hljóð. Einn, tveir og fimmtíu! Stjörnur hér.

June 16, 2019

#49 Kaffi og meððí

Gleðilegan þjóðhátíðardag, kæru hlustendur.

Load more

Play this podcast on Podbean App