January 25, 2021

#122 Akskiptasemi

Þrír. Aftur. Birna og nýmóðins tækni eiga ekki samleið. En Dómsdagsdrengirnir reyndu að gera gott úr þessu.

January 18, 2021

#121 Fíflunum fjölgar

Baldur, Eddi og Haukur tækla stóru málin. Sekkurinn markar tímamót að þessu sinni.

January 11, 2021

#120 Lægstiréttur II

Birnulausir Dómsdagsdelarnir keppast um að ná sem fæstum stjörnum. 

January 4, 2021

#119 Nýársleðja

Fyrsti Dómsdagur ársins 2021 er kominn í loftið. Tilvalinn í eyrun á meðan þú veður vatnsósa tertugumsið upp að ökklum á leið í vinnuna. Gleðilegan janúar!

December 28, 2020

#118 Fjór í leikinn

Lokaþáttur ársins 2020 er einkar vel skipaður. Þar ræða Baldur, Haukur, Birna OG Eddi allt sem þarf alls ekki að ræða. Gleðilegt nýár!

December 21, 2020

#117 Óvænt heimsókn

Hefur þú fengið jólakort frá gömlum vini? Einhverjum sem þú hafðir jafnvel gleymt að væri til? Þessi síðasti Dómsdagur fyrir jól er að vissu leyti eins.

December 14, 2020

#116 Allra veðra von

Hvað gerirðu þegar þú átt fyrsta málefni og ert ekki með neitt? Baldur leysti það vandamál með frumlegum hætti. Gleðilegan Dómsdag!

December 7, 2020

#115 Já, við ræddum það

En það var Birna sem byrjaði, höfum það alveg á hreinu.

Þríeykið er enn undir sama þaki og tækla þau Baldur, Birna og Haukur hvert hitamálið á fætur öðru í þætti vikunar. Gleðilegan Dómsdag!

November 23, 2020

#113 Kabúmm!

Það er óhætt að segja að Baldur hafi varpað fram sprengju í upphafi þáttarins. Þessum Dómsdegi vilt þú ekki missa af.

November 16, 2020

#112 Á tali

Við verðum heillengi að kolefnisjafna þennan þátt, þar sem Birna flaug alla leið frá Akureyri til að geta talað við okkur um skítug kindarassgöt. En já, það er semsagt kominn fullmannaður Dómsdagur. Loksins!

November 9, 2020

#111 Heita setan

Frá upphafi Dómsdags er eitt málefni sem við höfum forðast eins og heitan eldinn. Núna er loksins tímabært að ræða það.

November 2, 2020

#110 Sekkjavaka

Löngu kominn tími á Sekksþátt ... og hér kemur hann. Gleðilegan mánudag og munið að hlýða Víði.

October 26, 2020

#109 Hamstrasúpan

Birna er mætt aftur, tví– eða jafnvel þríefld. Segir okkur m.a. frá afar óvenjulegri súpu sem hún eldaði einu sinni. Gleðilegan mánudag!

Flosi, AKA The Flossmeister, situr enn sem fastast í sæti Birnu. Sjomlinn verður þó eilítið argur eftir því sem á líður. Meira um það í Dómsdegi vikunnar.

October 12, 2020

#107 Þægindahringurinn

Birna var fjarri góðu gamni að þessu sinni, en náði engu að síður að setja mark sitt á þáttinn með aðsendu málefni sem lagðist misvel í mannskapinn. Við þökkum Flosa fyrir reddinguna.

October 5, 2020

#106 Í beinni

Dómsdagur vikunnar var töfraður upp úr hatti að kvöldi sunnudags. Það má því segja að hann hafi aldrei verið jafn nálægt því að vera í beinni.

September 28, 2020

#105 Spark í djassinn

Ekki náðist samband við Norðurland að þessu sinni. Í stað Birnu fengum við annað sóknarbarn Hljóðkirkjunnar til að vera með okkur — sjálfan Flosa Þorgeirsson, kenndan við Drauga fortíðar.

September 21, 2020

#104 Önnur tegund

Þáttur vikunnar er sendur út að hluta frá höfuðstað Norðurlands. Eðlilega hefur hljóðið bjagast eilítið á langri leið sinni yfir heiðarnar. Vonandi kemur það ekki að sök.

September 14, 2020

#103 Í hita sleiksins

Klámhlaðvarpið Dómsdagur er graðara en nokkru sinni fyrr. Hvar endar þetta?

September 7, 2020

#102 Dómsumstum

Varúð: Þáttur vikunnar inniheldur óvandað málfar.

Dómsdagur nr. 101 er tilvalinn í eyrun á meðan þú leitar að trampólíninu sem fauk í nótt.

August 24, 2020

#100 Hundrað

Hundraðasti Dómsdagurinn er svolítið eins og gamlárskvöld. Pressan er mikil og því eru vonbrigði óumflýjanleg. Í rauninni væri sniðugast að sleppa þessum.

August 17, 2020

#99 Bremsuborðinn

Alltaf skal þetta enda á umræðum um kúk. Við bara ráðum ekki við okkur. Afsakið þetta.

Morgunvakt Dómsdags hefur tekið formlega til starfa. Fréttir á heila tímanum.

August 3, 2020

#97 Fryst á röngunni

Stundum er of kalt til að vera úti. Þá er eins gott að fara bara inn. Og já, við erum auðvitað að tala um typpi.

July 27, 2020

#96 Töfrafatan

Einu sinni var fata. Þetta var engin venjuleg fata. Nei, aldeilis ekki. Þetta var töfrafata. Hlustið á Töfrafötuna alla mánudaga í sumar og tryggið ykkur miða á sviðsetningu Borgarleikhússins í haust. Töfrafatan er góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

July 20, 2020

#95 Óvissuferð

Við gleymdum okkur aðeins. Vitum því ekkert hvað við erum að setja í loftið. En það er allavega Dómsdagur.

July 13, 2020

#94 Sumardagurinn nyrsti

Er bongó? Nei, en það er Dómsdagur, sem er vonandi ágætis sárabót. Þátturinn inniheldur fjögur glæný og brakandi málefni sem kjamsað er vel á. Stjörnur getur þú gefið hér.

July 6, 2020

#93 Hey steeeelpur

Þáttur dagsins skoðar ýmsar skuggahliðar þess að vera manneskja, og þá sér í lagi allar þær ranghugmyndir, hörmungar og þá botnlausu hræðslu sem heltekur fólk þegar það verður miðaldra. Góða skemmtun og drullist úr garðinum mínum.

Við erum hérna á einhverri jóðl-ráðstefnu í Sviss og það voru einhverjar píur að segjast elska Dómsdag, haha. Héldum að það væri enginn að hlusta. Takk, I guess, haha. #vandró

June 22, 2020

#91 Bank, bank

Í þætti vikunnar tæklum við mikið hitamál, sem hefur eyðilagt ástarsambönd og sundrað fjölskyldum. Svo eru venjuleg málefni líka. Troddu þessu í eyrun á þér, prontó!

Skrensandi skemmtilegur þáttur þessa vikuna þar sem þau Baldur, Birna og Haukur fara hörðum höndum um helstu mál samtímans.

June 8, 2020

#89 #&*&!!%##!!

Troðið bómullarhnoðrum í öll eyru yngri en 18 ára, því þáttur vikunnar er fuðrandi hærusekkur af horngrýti. Komið ykkur vel fyrir, í ykkar þægilegustu bussum — og njótið.

June 1, 2020

#88 Vessavarpið

Þáttur vikunnar er tileinkaður öllum úrkynjuðustu hvötum mannskepnunnar og er barmafullur af alls konar líkamsvessum og reðurtáknum. Geymið þar sem börn ná ekki til.

May 24, 2020

#87 Nýtt upphaf

Undur og stórmerki! Dómsdagur er farinn aftur í loftið. Baldur, Haukur og splunkunýr meðlimur (!) dæma allt sem hugsast getur. Afsakið biðina.

March 1, 2020

#86 Losað úr sekknum

Blessaður sekkurinn var orðinn barmafullur og því eru öll málefnin úr sal að þessu sinni.

Baldur, Haukur og Eddinn koma víða við í þætti dagsins. Gefið ykkar stjörnur hér.

February 16, 2020

#84 Breytingaskeið

Sláandi fréttir. Breytingaskeið Dómsdags er byrjað. Baldur, Haukur og Eddinn halda samt dampi og dæma hluti sem aldrei fyrr. Gefðu þínar stjörnur hér.

February 9, 2020

#83 Birna Pétursdóttir

Leikkonan og lífskúnstnerinn Birna Pétursdóttir er gestur Dómsdags að þessu sinni, en hún settist í sætið hans Edda á meðan hann skellti sér til Ungverjalands í hárígræðslu. Frábær þáttur, fullyrðum við, þó við séum vissulega ekki hlutlausir. Hér má gefa stjörnur.

February 3, 2020

#82 Afsakið hlé

Eftir umdeildan klippuþátt snýr Dómsdagur aftur, beittari en nokkru sinni fyrr.

January 27, 2020

#81 Klippt og skorið

Í tilefni þorrans er þáttur dagsins vægast sagt óhefðbundinn og af súrara taginu. Við viljum þakka Gunnari Ben sérstaklega fyrir að ljá okkur rödd sína og undirleik á píanó. Búið ykkur undir fallegar minningar í bland við gall. Gefið ykkar stjörnur hér.

January 19, 2020

#80 Einvígið

Baldur, Eggert og Haukur dæma það sem sjaldan er dæmt.

January 13, 2020

#79 Lægðarauki

Ekki vera á ferli í illviðrinu. Skríddu frekar undir teppi og hlustaðu á Baldur, Eggert og Hauk dæma allt á milli himins og jarðar.

January 5, 2020

#78 Augnablikið

Fyrsti Dómsdagur ársins 2020 er runninn upp. Njótið Augnabliksins! Stjörnur hér.

December 29, 2019

#77 Allt í bál og brand

Andrúmsloftið hjá Baldri, Edda og Hauki hefur aldrei verið eins rafmagnað. Óstöðugleiki og andstæðar skoðanir eru kjörorð dagsins og fyrir vikið minnir þátturinn einna helst á að fá væna gusu af fljótandi nítróglusseríni í eyrun. Gefðu þínar stjörnur hér.

Gleðilegt nýtt ár! 

December 22, 2019

#76 Dómstóll skötunnar

Dómsdagur er kominn í hátíðarskap, þó innan marka þetta árið. Baldur, Eggert og Haukur hjálpa þér að skola niður skötunni með straumhörðu upplýsingaflæði í bland við englasöng. Gefið ykkar stjörnur hér!

Á sama tíma í fyrra voru Dómsdagsdrengirnir búnir með 17 jólaþætti og áttu nóg eftir. Blessunarlega lærðu þeir af reynslunni og því er þáttur vikunnar bara frekar venjulegur. 

December 8, 2019

#74 Albínóakúrbítur

Tvísokkar þú á veturna? Veist þú yfir höfuð hvað tvísokkun er? Ef ekki, þá munt þú komast að því í Dómsdegi vikunnar.

December 1, 2019

#73 Adómstöðin

Þið vitið hvaða dagur er. 

Load more

Play this podcast on Podbean App