July 19, 2021

#147 Bæ

Dómsdagur vikunnar er sá síðasti í bili. Heyrumst aftur eftir sirka mánuð.

July 12, 2021

#146 Pand-emic

Allir elska pandabirni ... eða svo héldum við. Í Dómsdegi vikunnar kemur reyndar í ljós að einn meðlimur Dómsdags HATAR pandabirni. Sem er furðulegt, en við dæmum ekki. Eða jú, reyndar. Við dæmum fullt. 

July 5, 2021

#145 Pallaball

Eftir misjafnar viðtökur við Ræfildómi síðustu viku snýr hefðbundinn Dómsdagur aftur. Hér kemur ekkert á óvart. Þið þurfið ekki einu sinni að hlusta.

June 28, 2021

#144 Ræfildómur

Jæja. Þáttur vikunnar er spes. Almennur aumingjaskapur varð þess valdandi að við gátum ekki hist til að taka upp þátt, en þá kom nýmóðins tækni að góðum notum.

June 21, 2021

#143 Góðir áhorfendur

Hádegisfundur Dómsdags fór fram á dögunum.

June 14, 2021

#142 Syndir feðranna

Við hefðum getað létt ykkur lundina í veðurofsanum, en nei ... Dómsdagur vikunnar er alvörugefnari en endurskoðandi á dánarbeðinu.

June 7, 2021

#141 Hópefli

Umræður vikunnar byrja vel, en fara hressilega út af sporinu strax í öðru málefni. Mikil vanþekking. Bara allt eins og það á að vera.

May 31, 2021

#140 Hæstiréttur III

Ferill Birnu sem Hæstaréttardómari er formlega hafinn. Gleðilegan Dómsdag!

Njótið frídagsins sem Jesú Kristur, frelsari vor, færði okkur öllum. Það er kominn Dómsdagur!

May 17, 2021

#138 Sekkukotsannáll

Það er ekki mikið bitastætt eftir af ónotuðum sekks-orðaleikjum. En Dómsdagur vikunnar er semsagt Sekksþáttur.

May 10, 2021

#137 Karpvarpið

Það sauð hressilega upp úr í Dómsdegi vikunnar. Á köflum var þetta eins og Silfrið í aðdraganda kosninga, nema meira óþolandi. Góður þáttur samt. Mælum með honum.

May 3, 2021

#136 Kistu mig

Það er maí. Bongó er orðið æ algengara — a.m.k. gluggabongó. En Dómsdagur vikunnar drepur sumarstemmarann á núll einni. Dragið fyrir gluggana  og njótið.

April 26, 2021

#135 Þúfnalúra-lúra

Gleðilegan Dómsdag!

April 19, 2021

#134 Litli lasarus

Sígó, sjampó og fleiri hlutir sem enda þó ekki á ó. Aftur er smá suð á Baldri. Kemur ekki fyrir aftur. Gleðilegan Dómsdag!

Enn ein helgin að baki og grimmur hversdagsleikinn tekur við. Dómsdagur gerir hann aðeins skárri. Hljómgæði eru þó eilítið skert, sökum bilaðrar hljóðnemasnúru. Pirrandi, en ekkert gríðarlega.

April 5, 2021

#132 Páskagáski

Annar í páskum. Brotinn fótur af páskaeggi. Vinna á morgun. Brakandi ferskur Dómsdagur.

March 29, 2021

#131 Af limnum ofan

Jæja hundasprellar. Það er kominn Dómsdagur.

March 22, 2021

#130 Hann hangir þurr

Komum okkur beint að efninu: Birna er mætt.

March 15, 2021

#129 Skjálftamót

Dómsdagur ræðir mál málanna — og önnur mál líka. Gleðilegan mánudag!

March 8, 2021

#128 Stutt í spuna

Málefnin eru misgóð þessa vikuna. Best að segja sem minnst.

Birna fjarstýrir þættinum frá Akureyri. Baldur, Eddi og Haukur hlýða.

February 22, 2021

#126 Hnyttnir og hnýttir

Funheitur Dómsdagur er kominn í loftið, næstum því á rauntíma. 

February 15, 2021

#125 Norðanstrengur

Dómsdagsdrengjunum er stjórnað af norðlensku yfirvaldi í þætti vikunnar. Já, málefnin koma beina leið frá Akureyri — nánar tiltekið frá skepnunni henni Birnu.

February 8, 2021

#124 Svuntuhundurinn

Hvað gerist þegar sjónvarpskokkurinn fær Covid og missir bragð- og lyktarskynið í kjölfarið? Svarið finnur þú í Svuntuhundinum. Frumsýnd haustið 2021.

February 1, 2021

#123 Hæstiréttur II

Jákvæðnin svífur yfir vötnum í Dómsdegi vikunnar, þar sem Baldur, Eddi og Haukur fara yfir bestu hluti gervallrar mannkynssögunnar.

January 25, 2021

#122 Akskiptasemi

Þrír. Aftur. Birna og nýmóðins tækni eiga ekki samleið. En Dómsdagsdrengirnir reyndu að gera gott úr þessu.

January 18, 2021

#121 Fíflunum fjölgar

Baldur, Eddi og Haukur tækla stóru málin. Sekkurinn markar tímamót að þessu sinni.

January 11, 2021

#120 Lægstiréttur II

Birnulausir Dómsdagsdelarnir keppast um að ná sem fæstum stjörnum. 

January 4, 2021

#119 Nýársleðja

Fyrsti Dómsdagur ársins 2021 er kominn í loftið. Tilvalinn í eyrun á meðan þú veður vatnsósa tertugumsið upp að ökklum á leið í vinnuna. Gleðilegan janúar!

December 28, 2020

#118 Fjór í leikinn

Lokaþáttur ársins 2020 er einkar vel skipaður. Þar ræða Baldur, Haukur, Birna OG Eddi allt sem þarf alls ekki að ræða. Gleðilegt nýár!

December 21, 2020

#117 Óvænt heimsókn

Hefur þú fengið jólakort frá gömlum vini? Einhverjum sem þú hafðir jafnvel gleymt að væri til? Þessi síðasti Dómsdagur fyrir jól er að vissu leyti eins.

December 14, 2020

#116 Allra veðra von

Hvað gerirðu þegar þú átt fyrsta málefni og ert ekki með neitt? Baldur leysti það vandamál með frumlegum hætti. Gleðilegan Dómsdag!

December 7, 2020

#115 Já, við ræddum það

En það var Birna sem byrjaði, höfum það alveg á hreinu.

Þríeykið er enn undir sama þaki og tækla þau Baldur, Birna og Haukur hvert hitamálið á fætur öðru í þætti vikunar. Gleðilegan Dómsdag!

November 23, 2020

#113 Kabúmm!

Það er óhætt að segja að Baldur hafi varpað fram sprengju í upphafi þáttarins. Þessum Dómsdegi vilt þú ekki missa af.

November 16, 2020

#112 Á tali

Við verðum heillengi að kolefnisjafna þennan þátt, þar sem Birna flaug alla leið frá Akureyri til að geta talað við okkur um skítug kindarassgöt. En já, það er semsagt kominn fullmannaður Dómsdagur. Loksins!

November 9, 2020

#111 Heita setan

Frá upphafi Dómsdags er eitt málefni sem við höfum forðast eins og heitan eldinn. Núna er loksins tímabært að ræða það.

November 2, 2020

#110 Sekkjavaka

Löngu kominn tími á Sekksþátt ... og hér kemur hann. Gleðilegan mánudag og munið að hlýða Víði.

October 26, 2020

#109 Hamstrasúpan

Birna er mætt aftur, tví– eða jafnvel þríefld. Segir okkur m.a. frá afar óvenjulegri súpu sem hún eldaði einu sinni. Gleðilegan mánudag!

Flosi, AKA The Flossmeister, situr enn sem fastast í sæti Birnu. Sjomlinn verður þó eilítið argur eftir því sem á líður. Meira um það í Dómsdegi vikunnar.

October 12, 2020

#107 Þægindahringurinn

Birna var fjarri góðu gamni að þessu sinni, en náði engu að síður að setja mark sitt á þáttinn með aðsendu málefni sem lagðist misvel í mannskapinn. Við þökkum Flosa fyrir reddinguna.

October 5, 2020

#106 Í beinni

Dómsdagur vikunnar var töfraður upp úr hatti að kvöldi sunnudags. Það má því segja að hann hafi aldrei verið jafn nálægt því að vera í beinni.

September 28, 2020

#105 Spark í djassinn

Ekki náðist samband við Norðurland að þessu sinni. Í stað Birnu fengum við annað sóknarbarn Hljóðkirkjunnar til að vera með okkur — sjálfan Flosa Þorgeirsson, kenndan við Drauga fortíðar.

September 21, 2020

#104 Önnur tegund

Þáttur vikunnar er sendur út að hluta frá höfuðstað Norðurlands. Eðlilega hefur hljóðið bjagast eilítið á langri leið sinni yfir heiðarnar. Vonandi kemur það ekki að sök.

September 14, 2020

#103 Í hita sleiksins

Klámhlaðvarpið Dómsdagur er graðara en nokkru sinni fyrr. Hvar endar þetta?

September 7, 2020

#102 Dómsumstum

Varúð: Þáttur vikunnar inniheldur óvandað málfar.

Dómsdagur nr. 101 er tilvalinn í eyrun á meðan þú leitar að trampólíninu sem fauk í nótt.

August 24, 2020

#100 Hundrað

Hundraðasti Dómsdagurinn er svolítið eins og gamlárskvöld. Pressan er mikil og því eru vonbrigði óumflýjanleg. Í rauninni væri sniðugast að sleppa þessum.

August 17, 2020

#99 Bremsuborðinn

Alltaf skal þetta enda á umræðum um kúk. Við bara ráðum ekki við okkur. Afsakið þetta.

Morgunvakt Dómsdags hefur tekið formlega til starfa. Fréttir á heila tímanum.

Load more

Podbean App

Play this podcast on Podbean App